Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2017 20:00 Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar. Skíðasvæði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar.
Skíðasvæði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira