Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira