Innlent

Húsnæðisbætur færast til Íbúðalánasjóðs

Anton Egilsson skrifar
Íbúðalánasjóður tekur við umsjón húsnæðisbóta þann 1. janúar 2018.
Íbúðalánasjóður tekur við umsjón húsnæðisbóta þann 1. janúar 2018. Mynd/ÍLS
Frá og með 1. janúar færist umsjón húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Vinnumálastofnun sér um öll erindi út árið 2017 en frá og með 1. janúar 2018 skal fyrirspurnum beint til Íbúðalánasjóðs. 

„Það er okkar markmið að umsækjendur verði ekki fyrir óþægindum vegna breytinganna og verður fyrirkomuag bótanna óbreytt,” segir í frétt á vef Íbúðalánasjóðs.

Skal frá og með 1. janúar 2018 beina fyrirspurnum varðandi húsnæðisbætur til skrifstofu Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki. Aðalskrifstofur Íbúðalánasjóðs eru að Borgartúni 21 í Reykjavík og er einnig hægt að leita þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×