Íslenski boltinn

Hallgrímur kominn í KA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frá undirritun samningsins í dag
Frá undirritun samningsins í dag mynd/skjáskot KA TV
Hallgrímur Jónasson er genginn til liðs við KA, en hann skrifaði undir samning á Akureyri í dag.

Samningur Hallgríms er til fjögurra ára, en hann mun einnig taka að sér afreksþjálfun hjá liðinu og koma að þjálfun yngri flokka.

Hallgrímur kemur frá danska liðinu Lyngby, en hann hefur verið í atvinnumennsku á Norðurlöndum frá 2009.

„Ég er mjög ánægður að vera búinn að skrifa undir hjá KA. Var á smá krossgötum með hvað ég ætti að gera, hvort við ættum að vera áfram úti, en eftir að tala við stjórnina og Tufa þá sannfærðist ég um að þetta væri rétta skrefið,“  sagði Hallgrímur á blaðamannafundi KA í dag.

Hinn 31 árs gamli miðvörður er uppalinn fyrir norðan hjá Völsungi, en hefur einnig leikið með Þór Akureyri og Keflavík hér á landi.



Hann á 16 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim þrjú mörk, en hefur ekki verið í hópnum síðustu ár.

KA varð í sjöunda sæti Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili, en liðið var nýliði í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×