Hvöttu Clinton til að hætta í stjórnmálum og byrja að prjóna: „Skilgreiningin á kynjamisrétti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 21:11 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Vísir/afp Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira