Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 10:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust. Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust.
Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira