Bandormurinn samþykktur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 14:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu. vísir/Ernir Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira