Frændi Einars Bárðar fetar í fótspors hans og heldur tónleika Benedikt Bóas skrifar 29. desember 2017 15:30 Haraldur er sonur Adda Fannars og því frændi helsta tónleikahaldara landsins, Einars Bárðarssonar. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf viljað feta í fótspor Einars sem tónleikahaldari. Mér finnst þetta voðalega heillandi heimur og er sjálfur í tónlist og finnst skemmtilegt að vera í kringum hana,“ segir Haraldur Fannar Arngrímsson, en hann mun halda sína fyrstu tónleika á morgun þegar frábæru ári í íslensku rappi og hip hopi verður fagnað á Spot í Kópavogi. Haraldur er frændi Einars Bárðarssonar, sem stundum kallaður umboðsmaður Íslands. Vinsælustu rapplistamenn íslands koma fram og má þar nefna Herra Hnetusmjör og Birni en þeir félagar hafa átt nokkur stærstu lög ársins. Jói P og Króli mæta og þá mun Flóni stíga á svið og þess á milli mun Dj Egill Spegill halda uppi skjálftanum á gólfinu. Það er fyrirtæki Haraldar, BigHall viðburðir, sem standa að áramóta fagnaði raps og hip hops á Íslandi. „Þarna verður öllu tjaldað til og munu stærstu og skærustu rapparar íslands stíga á stokk og skemmta fólkinu,“ segir hann. Það er ríkt í þeim skemmtanagenið en Einar Bárðarsson er einhver þekktasti tónleikahaldari Íslands. Pabbi Haraldar er svo Addi Fannar úr Skítamóral en þeir eru einmitt með ball á Spot í kvöld. „Það er eitthvað skemmtanagen í okkur. Við erum þyrstir að skemmta okkur og skemmta landsmönnum einnig. Þeir pabbi og Einar hafa verið að hjálpa mér og gefa mér góð ráð en aðallega eru þetta er ég og Snorri Sævar félaginn minn.“ Bók um Einar hét Öll trixin í bókinni og því eðlilegt að spyrja frændann hvort hann sé búinn að fá það góð ráð að hann kunni öll trixin. „Það eru mörg trix að læra en þetta er allavega byrjunin. Ég er allavega að læra,“ segir hann og hlær. Miðaverð er 3000 krónur og er miðasala hafin á tix.is. Hægt verður að kaupa miða við hurðina ef húsrúm leyfir og er 18 ára aldurstakmark inn og að sjálfsögðu 20 ára aldurstakmark við barinn. Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
„Ég hef alltaf viljað feta í fótspor Einars sem tónleikahaldari. Mér finnst þetta voðalega heillandi heimur og er sjálfur í tónlist og finnst skemmtilegt að vera í kringum hana,“ segir Haraldur Fannar Arngrímsson, en hann mun halda sína fyrstu tónleika á morgun þegar frábæru ári í íslensku rappi og hip hopi verður fagnað á Spot í Kópavogi. Haraldur er frændi Einars Bárðarssonar, sem stundum kallaður umboðsmaður Íslands. Vinsælustu rapplistamenn íslands koma fram og má þar nefna Herra Hnetusmjör og Birni en þeir félagar hafa átt nokkur stærstu lög ársins. Jói P og Króli mæta og þá mun Flóni stíga á svið og þess á milli mun Dj Egill Spegill halda uppi skjálftanum á gólfinu. Það er fyrirtæki Haraldar, BigHall viðburðir, sem standa að áramóta fagnaði raps og hip hops á Íslandi. „Þarna verður öllu tjaldað til og munu stærstu og skærustu rapparar íslands stíga á stokk og skemmta fólkinu,“ segir hann. Það er ríkt í þeim skemmtanagenið en Einar Bárðarsson er einhver þekktasti tónleikahaldari Íslands. Pabbi Haraldar er svo Addi Fannar úr Skítamóral en þeir eru einmitt með ball á Spot í kvöld. „Það er eitthvað skemmtanagen í okkur. Við erum þyrstir að skemmta okkur og skemmta landsmönnum einnig. Þeir pabbi og Einar hafa verið að hjálpa mér og gefa mér góð ráð en aðallega eru þetta er ég og Snorri Sævar félaginn minn.“ Bók um Einar hét Öll trixin í bókinni og því eðlilegt að spyrja frændann hvort hann sé búinn að fá það góð ráð að hann kunni öll trixin. „Það eru mörg trix að læra en þetta er allavega byrjunin. Ég er allavega að læra,“ segir hann og hlær. Miðaverð er 3000 krónur og er miðasala hafin á tix.is. Hægt verður að kaupa miða við hurðina ef húsrúm leyfir og er 18 ára aldurstakmark inn og að sjálfsögðu 20 ára aldurstakmark við barinn.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira