Fjárlög gætu dregist inn í nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 15:21 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög. Alþingi Fjárlög Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira