Haraldur hlaut varanlega sjónskerðingu eftir leik með leikjalaser Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 20:00 Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. Hinn tíu ára gamli Haraldur Breki Davíðsson var að leika sér með leikjalaser, leikfang sem sendir frá sér lasergreisla, heima hjá vini sínum á dögunum þegar hann tók upp á því að beina honum í augað á sér. „Svo þegar ég lokaði augunum byrjaði mig að svima. Þegar ég horfði lengi á eitthvað byrjaði ég að sjá blóm,“ segir Haraldur Breki. Við athugun hjá skólahjúkrunarfræðingi daginn eftir kom í ljós að sjónin á öðru auga hans var mjög lítil. „Svo fórum við með hann til augnlæknis og þá kom í ljós að þetta var skemmd á augnbotni. Þetta var mikil eyðilegging og gengur ekki til baka“, segir Hildur Árnadóttir, móðir Haraldar, en hann nú með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdarinnar og er hún komin til vegna þess að hann beindi lasernum í augað á sér. Hildur útskýrir að það hafi verið sláandi að sjá myndir af augum Haraldar. „Hægra augað. Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað,“ segir Hildur en í forvarnarskyni settu þau mæðgin færslu á Facebook þar sem þau lýsa aðstæðum og hefur sú hún vakið nokkra athygli. „Hún vildi vera góð fyrir önnur börn svo þau fái þetta ekki og svo byrjuðu margir að skrifa undir,“ segir Haraldur Breki. Hann segir að það sé ekki góð hugmynd að leika sér með leikjalaser. „Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt. Ef þeir eru til dæmis ríkir foreldrar þeirra þá gætu þau rekist í eitthvað mjög dýrt,“ segir Haraldur Breki sem er greinilega búin að spá mikið í hlutunum. Hildur biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að laser geti verið stórhættulegur. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur. Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. Hinn tíu ára gamli Haraldur Breki Davíðsson var að leika sér með leikjalaser, leikfang sem sendir frá sér lasergreisla, heima hjá vini sínum á dögunum þegar hann tók upp á því að beina honum í augað á sér. „Svo þegar ég lokaði augunum byrjaði mig að svima. Þegar ég horfði lengi á eitthvað byrjaði ég að sjá blóm,“ segir Haraldur Breki. Við athugun hjá skólahjúkrunarfræðingi daginn eftir kom í ljós að sjónin á öðru auga hans var mjög lítil. „Svo fórum við með hann til augnlæknis og þá kom í ljós að þetta var skemmd á augnbotni. Þetta var mikil eyðilegging og gengur ekki til baka“, segir Hildur Árnadóttir, móðir Haraldar, en hann nú með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdarinnar og er hún komin til vegna þess að hann beindi lasernum í augað á sér. Hildur útskýrir að það hafi verið sláandi að sjá myndir af augum Haraldar. „Hægra augað. Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað,“ segir Hildur en í forvarnarskyni settu þau mæðgin færslu á Facebook þar sem þau lýsa aðstæðum og hefur sú hún vakið nokkra athygli. „Hún vildi vera góð fyrir önnur börn svo þau fái þetta ekki og svo byrjuðu margir að skrifa undir,“ segir Haraldur Breki. Hann segir að það sé ekki góð hugmynd að leika sér með leikjalaser. „Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt. Ef þeir eru til dæmis ríkir foreldrar þeirra þá gætu þau rekist í eitthvað mjög dýrt,“ segir Haraldur Breki sem er greinilega búin að spá mikið í hlutunum. Hildur biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að laser geti verið stórhættulegur. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur.
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira