Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 11:22 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. visir/stefán „Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan. Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira