Í þeirri viku voru aðeins gestaþáttastjórnendur og vildu margir meina að þeir hafi staðið sig vel.
Í gær mætti Kimmel með Billy Kimmel í þáttinn og þakkaði hann öllu starfsfólki sjúkrahússins í Los Angeles fyrir þá meðferð sem sonur hans fékk, og hefur fengið síðustu mánuði.
Kimmel var í vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum og táraðist reglulega eins og sjá má hér að neðan. Kimmel tjáði sig einnig um sjúkratryggingarkerfið í Bandaríkjunum sem hann telur nokkuð gallað.