Trump heimilar hernum að fjárfesta í flugskýlunum á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2017 11:27 Donald Trump skrifaði undir frumvarpið í vitna viðurvist. Vísir/Getty Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30