Trump heimilar hernum að fjárfesta í flugskýlunum á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2017 11:27 Donald Trump skrifaði undir frumvarpið í vitna viðurvist. Vísir/Getty Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sjá meira
Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sjá meira
Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent