Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. desember 2017 06:30 Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember. vísir/stefán Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira