Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. desember 2017 06:30 Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember. vísir/stefán Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira