Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00