Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2017 09:26 Létt var yfir Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður á dögunum. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira