Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2017 09:26 Létt var yfir Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður á dögunum. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira