Bifreiðin rann til í mikilli hálku og skorðaðist við ristahlið á veginum.Stöð 2
Dráttarbíll með eftirvagni lokar veginum við brúna yfir Jökulsárlón. Bifreiðin rann til í mikilli hálku og skorðaðist við ristahlið á veginum. Lögreglan á Suðurlandi segir í Facebook-færslu að vinnuflokkur vegagerðar sé á leið á vettvang til að skera burtu leiðara sem skoðar ökutækið. Lögreglan telur ljóst að aðgerðin taki einhverja stund en ekki urðu slys á fólki.
Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.