Moore segir Bandaríkjamenn hafa hafnað guði Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 16:51 Moore var afar umdeildur jafnvel áður en hann var sakaður um kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur. Hann hafði sagt að múslimar gætu ekki tekið sæti á Bandaríkjaþingi og neitaði að viðurkenna dóm Hæstaréttar sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00
Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57