Forseti Íslands: Rétturinn til ágreinings undirstaða frjálsra þjóða Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:30 Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent