Frönsk áhrif í miðbæ Reykjavíkur Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 10:00 Frönsku áhrifin eru augljós í íbúðinni. MYND/Ásmundur J. Sveinsson Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún. Hús og heimili Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún.
Hús og heimili Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira