Sigmundur Davíð krafðist þess að Svandís yrði dregin frá kökuborðinu Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2017 16:25 Sigmundur segir Svandísi hafa ólíkt meiri áhuga á kókostertunni á kökuborði Alþingis en fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins. Alþingi Fjárlög Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira