Innlent

Elliði vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi svietarstjórnarkosninum. Frá þessu greinir Elliði á síðu sinni í dag.

Þar segist hann þegar hafa sent bréf til stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þar sem hann gerði grein fyrir áhuga hans á að leiða listann.

„Velji fulltrúaráðið að ganga frá lista með uppstillingu mun ég óska eftir samtali þar að lútandi en verði prókjör fyrir valinu mun ég ganga til slíks óhræddur og fullur af eldmóð,“ skrifar Elliði.

Hann segir að síðustu mánuði hafi margir spurt hann hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri, en Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006 og verða því komin 12 ár þegar gengið er til kosninga næsta vor.

„Lok kjörtímabils er tími uppgjöra. Þá eru verk lögð í dóm kjósenda. Eftir að hafa farið yfir málin með fjölskyldu minni, vinum og samstarfsfólki hef ég tekið ákvörðun um að láta reyna á hvort ég hafi áfram traust Eyjamanna til að vinna sveitarfélaginu gagn. Ég hef því tekið ákvörðun um að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningum í vor.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×