Trump og starfsmenn hans gagnrýna alríkislögregluna harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og stuðningsmenn hafa að undanförnu varið miklu púðri í að gagnrýna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) harðlega og grafa undan rannsókn Robert Mueller á meintu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda Rússlands í forsetakosningunum í fyrra. Trump sagði nú í dag að hann ætlaði sér að byggja stofnunina upp að nýju. Allt frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, samþykkti að starfa með FBI og játaði að hafa logið að lögreglumönnum, hafa Repúblikanar sem styðja Trump gagnrýnt FBI og Muller harðlega. Sífellt meiri harka hefur færst í gagnrýni þeirra og hafa margir þeirra kallað eftir því að Mueller verði rekinn og jafnvel að allir stjórnendur FBI verði reknir einnig. Gagnrýnendur segja orðræðu forsetans og annarra vera hættulega. Í dag sagði Trump að það væri „synd og skömm“ hvað hefði komið fyrir forystu FBI. Þá sagði hann „mjög skömmustulegt“ hvernig Alríkislögreglan hefði staðið að rannsókninni varðandi tölvupóstamál Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump.Seinna í dag hét hann stuðningi við lögregluembætti Bandaríkjanna og sagði „rangt og hættulegt“ að tala gegn þeim embættum. „Hver sem myrðir lögregluþjón ætti að fá dauðarefsingu,“ sagði Trump. Hlutar úr ræðu Trump í dagFyrr í dag ræddi Trump við blaðamenn og sagði hann „sorglegt“ hvernig forysta FBI hefði gengið fram í Rússarannsókninni svokölluðu. Hann sagði að um „gabb“ Demókrata væri að ræða og að lögreglan hefði eytt miljónum og milljónum dala í þá rannsókn.Hann sagðist ætla að byggja FBI upp að nýju og hún yrði mun betri en áður. Trump ræddi einnig um skilaboð sem starfsmenn FBI höfðu sent sín á milli í kosningabaráttunni um að Trump væri „fífl“ og hræðileg manneskja. Þessi starfsmenn tóku svo þátt í Rússarannsókninni en um leið og upp komst úr skilaboðin vék Mueller öðrum þeirra frá rannsókninni en hinn hafði þegar lokið störfum sínum.Demókratar hafa gagnrýnt það að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi opinberað áðurnefnd skilaboð starfsmanna FBI. Það var gert á sama tíma og rannsókn stendur yfir á því hvort þau hafi í raun gert eitthvað af sér.Þrír þingmenn í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa kallað eftir því að sú ákvörðun að birta 375 skilaboð starfsmannanna tveggja verði einnig rannsökuð. Þeir vilja að sá starfsmaður sem tók þá ákvörðun að birta skilaboðin hjá völdum fjölmiðlum, á sama tíma og skilboðin voru færð þingmönnum, verði nafngreindur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar. 6. desember 2017 12:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og stuðningsmenn hafa að undanförnu varið miklu púðri í að gagnrýna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) harðlega og grafa undan rannsókn Robert Mueller á meintu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda Rússlands í forsetakosningunum í fyrra. Trump sagði nú í dag að hann ætlaði sér að byggja stofnunina upp að nýju. Allt frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, samþykkti að starfa með FBI og játaði að hafa logið að lögreglumönnum, hafa Repúblikanar sem styðja Trump gagnrýnt FBI og Muller harðlega. Sífellt meiri harka hefur færst í gagnrýni þeirra og hafa margir þeirra kallað eftir því að Mueller verði rekinn og jafnvel að allir stjórnendur FBI verði reknir einnig. Gagnrýnendur segja orðræðu forsetans og annarra vera hættulega. Í dag sagði Trump að það væri „synd og skömm“ hvað hefði komið fyrir forystu FBI. Þá sagði hann „mjög skömmustulegt“ hvernig Alríkislögreglan hefði staðið að rannsókninni varðandi tölvupóstamál Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump.Seinna í dag hét hann stuðningi við lögregluembætti Bandaríkjanna og sagði „rangt og hættulegt“ að tala gegn þeim embættum. „Hver sem myrðir lögregluþjón ætti að fá dauðarefsingu,“ sagði Trump. Hlutar úr ræðu Trump í dagFyrr í dag ræddi Trump við blaðamenn og sagði hann „sorglegt“ hvernig forysta FBI hefði gengið fram í Rússarannsókninni svokölluðu. Hann sagði að um „gabb“ Demókrata væri að ræða og að lögreglan hefði eytt miljónum og milljónum dala í þá rannsókn.Hann sagðist ætla að byggja FBI upp að nýju og hún yrði mun betri en áður. Trump ræddi einnig um skilaboð sem starfsmenn FBI höfðu sent sín á milli í kosningabaráttunni um að Trump væri „fífl“ og hræðileg manneskja. Þessi starfsmenn tóku svo þátt í Rússarannsókninni en um leið og upp komst úr skilaboðin vék Mueller öðrum þeirra frá rannsókninni en hinn hafði þegar lokið störfum sínum.Demókratar hafa gagnrýnt það að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi opinberað áðurnefnd skilaboð starfsmanna FBI. Það var gert á sama tíma og rannsókn stendur yfir á því hvort þau hafi í raun gert eitthvað af sér.Þrír þingmenn í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa kallað eftir því að sú ákvörðun að birta 375 skilaboð starfsmannanna tveggja verði einnig rannsökuð. Þeir vilja að sá starfsmaður sem tók þá ákvörðun að birta skilaboðin hjá völdum fjölmiðlum, á sama tíma og skilboðin voru færð þingmönnum, verði nafngreindur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar. 6. desember 2017 12:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18
Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar. 6. desember 2017 12:01