Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt. Upptök hans voru á ellefu kílómetra dýpi en skjálftinn var staðsettur í miðri Bárðarbungu öskjunni.
Skjálftahrina varð í Bárðarbungu fyrr í vetur þar sem stærsti skjálfti frá goslokum 2015 reið yfir, 4,7 stig.
Síðan þá hefur Bárðarbunga minnt á sig af og til með jarðskjálftum, sá stærsti fyrr í desember, 4,1 stig.
Enn skelfur Bárðarbunga

Tengdar fréttir

Skjálfti 4,1 að stærð í Bárðarbungu
Snarpur skjálfti varð í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 6:19 í morgun.

Tveir 3,9 stiga jarðskjálftar í Bárðarbungu
Tveir jarðskjálftar af stærð 3,9 urðu í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan tvö í dag.

„Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð“
Páll Einarsson segir Bárðarbungu að undirbúa næsta þátt í sinni framhaldssögu.

Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015
Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála.