Húsnæðisverð hækkaði mest á Akureyri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. desember 2017 22:45 Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira