Lífið

Jólatré úr latexhönskum, klósettburstum og klósettpappírsrúllum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sigrún Ella og Þórdís við klósettpappírsrúllutréð. Það er skreytt með grænu garni, sælgæti og seríu.
Sigrún Ella og Þórdís við klósettpappírsrúllutréð. Það er skreytt með grænu garni, sælgæti og seríu. visir/egill
Sigrún Ella Sigurðardóttir og Þórdís Ólafsdóttir byrjuðu á skemmtilegri jólahefð fyrir fjórum árum þegar foreldrar Þórdísar báðu hana um að skreyta jólatréð sitt og gáfu henni frjálsar hendur.

„Og stofan var eins og jólaþorp! Við máluðum tré á vegginn og með borða úti um allt. Þannig byrjaði þetta,“ segir Þórdís.

„Svo fengum við fyrirspurnir um næsta tré og hvort við myndum gera það frumlegra. Þá var ekki aftur snúið," segir Sigrún Ella.

Næsta tré var úr latexhönskum sem þær blésu upp og í fyrra gerðu þær jólatré úr 85 klósettburstum. Tréin hafa því ekki verið sérlega umhverfisvæn en það varð viðsnúningur í ár.

Klósettburstatréð frá því í fyrra
„Ég flokka alltaf klósettrúllurnar mínar og þetta safanaðist saman í baðherberginu. Þegar ég sá þetta byrgjast upp hafði ég samband við Sigrúnu og sagði henni að ég væri komin með hugmynd," segir Þórdís en tréið er gert úr 250 klósettrúllum og sextíu eldhúsrúllum sem mynda fótinn á trénu. Sex fjölskyldur hjálpuðu til við að safna rúllum.

Þær eru að sjálfsögðu komnar með hugmynd fyrir tréð næsta ár.



„Fólk fer að spyrja okkur á sumrin um næsta tré, þannig að það er eins gott að vera tilbúinn með hugmynd," segir Þórdís.

Séð ofan á klósettrúllutréiðvísir/egill





Fleiri fréttir

Sjá meira


×