Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2017 20:45 Frá Hrafnseyrarheiði. Séð til suðurs til Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30