Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2017 20:45 Frá Hrafnseyrarheiði. Séð til suðurs til Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30