Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:30 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. fréttablaðið/stefán „Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira