Pabbar eiga líka börn Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun