Löggæsla efld í fjárlögum en um leið skorið niður í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. desember 2017 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts. Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts.
Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira