Góðar líkur á hvítum jólum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 11:08 Spáð er snjókomu á Þorláksmessu og aðfangadag. Vísir/Eyþór Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig. Jól Veður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig.
Jól Veður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira