Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. desember 2017 17:11 Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, pólsku lögreglunni og Europol greindu frá aðgerðunum á blaðamannafundi síðdegis. Vísir/Ernir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljónir. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.Fimm Pólverjar voru handteknir og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Í aðgerðunum var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. „Það er talað um að þessi efni á götuverði geti verið allt að 400 milljónir,“ segir Grímur en auk fíkniefnanna var einnig lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við rannsóknina. Talið að virði þeirra fjármuna sé allt að 200 milljónir króna. Hópurinn sem kynnti aðgerðir lögreglu var fjölþjóðlegur.Vísir/ErnirTelur mögulegt að mennirnir séu minna hræddir við refsingar á Íslandi Er um að ræða stærstu sameiginlega aðgerð sem íslenska lögreglan hefur tekið þátt í. Málið hefur verið til rannsóknar frá 2014 en íslensk lögregluyfirvöld komu að málinu þegar hollenska lögreglan greindi pólsku lögreglunni að þeir sem hafi verið til rannsóknar hafi flutt sig til Íslands frá Hollandi. En af hverju Ísland? „Þetta er eitthvað sem við erum með til rannsóknar og við erum að nota þessar tengingar sem við erum með tilþess að átta okkur á því hver geti verið staðan á því. Það er auðvitað hluti af því að rannsaka brot, það er að átta sig á hvatanum til þess,“ segir Grímur. Hann telur að möguleg skýring sé að þeir sem skipulögðu glæpastarfsemina séu minna hræddir við refsingar hér á landi. „Það eru meira sambærilegri lög í Hollandi og á Íslandi en Pólverjar eru með heldur harðari refsingar við framleiðslu á fíkniefnum,“ segir Grímur. Hinir handteknu eru grunaðir um fíkniefnlagabrot, fjársvik og peningaþvætti og segir Grímur að lögð hafi verið áhersla á að rannsaka þessi mál saman. Europol leggi áherslu á að rannsaka fjármálaþátt skipulagðar brotastarfsemi og lögreglunni hafi tekist ágætlega að kortleggja og hafa upp á fjármunum þessarra manna sem eru grunaðir um brotastarfsemi. Aðspurður hvort að hægt væri að tala um að pólsk mafía hefði hreiðrað um sig á Íslandi vildi Grímur ekki taka svo djúpt í árinni. „Við viljum ekki taka svoleiðis til orða hins vegar er það kannski eitt að tala um mafíu og annað að tala um skipulagða brotahópa. Við erum með það til rannsóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar hér að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar.“Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljónir. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.Fimm Pólverjar voru handteknir og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Í aðgerðunum var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. „Það er talað um að þessi efni á götuverði geti verið allt að 400 milljónir,“ segir Grímur en auk fíkniefnanna var einnig lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við rannsóknina. Talið að virði þeirra fjármuna sé allt að 200 milljónir króna. Hópurinn sem kynnti aðgerðir lögreglu var fjölþjóðlegur.Vísir/ErnirTelur mögulegt að mennirnir séu minna hræddir við refsingar á Íslandi Er um að ræða stærstu sameiginlega aðgerð sem íslenska lögreglan hefur tekið þátt í. Málið hefur verið til rannsóknar frá 2014 en íslensk lögregluyfirvöld komu að málinu þegar hollenska lögreglan greindi pólsku lögreglunni að þeir sem hafi verið til rannsóknar hafi flutt sig til Íslands frá Hollandi. En af hverju Ísland? „Þetta er eitthvað sem við erum með til rannsóknar og við erum að nota þessar tengingar sem við erum með tilþess að átta okkur á því hver geti verið staðan á því. Það er auðvitað hluti af því að rannsaka brot, það er að átta sig á hvatanum til þess,“ segir Grímur. Hann telur að möguleg skýring sé að þeir sem skipulögðu glæpastarfsemina séu minna hræddir við refsingar hér á landi. „Það eru meira sambærilegri lög í Hollandi og á Íslandi en Pólverjar eru með heldur harðari refsingar við framleiðslu á fíkniefnum,“ segir Grímur. Hinir handteknu eru grunaðir um fíkniefnlagabrot, fjársvik og peningaþvætti og segir Grímur að lögð hafi verið áhersla á að rannsaka þessi mál saman. Europol leggi áherslu á að rannsaka fjármálaþátt skipulagðar brotastarfsemi og lögreglunni hafi tekist ágætlega að kortleggja og hafa upp á fjármunum þessarra manna sem eru grunaðir um brotastarfsemi. Aðspurður hvort að hægt væri að tala um að pólsk mafía hefði hreiðrað um sig á Íslandi vildi Grímur ekki taka svo djúpt í árinni. „Við viljum ekki taka svoleiðis til orða hins vegar er það kannski eitt að tala um mafíu og annað að tala um skipulagða brotahópa. Við erum með það til rannsóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar hér að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar.“Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29