Hallgrímur Mar Steingrímsson, Jósef Kristinn Jósefsson, Svava Rós Guðmundsdóttir og Stephany Mayor voru heiðruð fyrir það að hafa átt flestar stoðsendingar í Pepsi deildunum í sumar í útgáfuhófi bókarinnar Íslensk knattspyrna 2017.
Víðir Sigurðsson, blaðamaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, gefur bókina út eins og hann hefur gert síðustu ár.
Hallgrímur og Jósef lögðu upp 9 mörk hvor fyrir sín félög, KA og Stjörnuna. Næstir voru Guðjón Pétur Lýðsson, Jóhann Laxdal og Martin Lund með 7 stoðsendingar.
Svava Rós og Stephany áttu einnig 9 stoðsendingar, en Berglind Björg Þorvalsdóttir og Vesna Elísa Smiljkovic voru næstar með 8 stykki.
Þór/KA fékk heiðursverðlaun Bókaútgáfunnar Tinds fyrir frábært uppbyggingastarf í knattspyrnu kvenna og Íslandsmeistaratitilinn árið 2017.
Níu stoðsendingar besti árangur Íslandsmótsins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
