Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2017 16:30 Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði krefjast þess að Hannes fái ekki að kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði. Vísir/Eyþór Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands ætla að leggja fram formlega kvörtun eða kæru á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor við deildina. Er það meðal annars vegna námsefnis sem hann leggur fyrir nemendur, sem hefur verið gagnrýnt þar sem það þyki ala á kvenfyrirlitningu og fordómum. Krefjast nemarnir þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideildin sem Hannes kennir við, taki ábyrgð og áminni hann opinberlega. Tugir nemenda hafa skrifað undir yfirlýsingu um málið. Tíðar kvartanir ekki skilað árangri„Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu nemanna. Brot úr bókinni Saga stjórnmálakenninga, sem Hannes skrifaði og nýtir við kennslu í áfanganum Stjórnmálaheimspeki, hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Í umfjöllun um klámsölu og vændiskaup segir Hannes í bókinni: „Vændiskaupendur eru margskonar. Ætti sú staðreynd, að þeir eru margir ófrýnilegir karlskrökkar, ekki að vekja samúð frekar en reiði? Hvert eiga þeir að leita, sem geta ekki útvegað sér rekkjunaut á neinn annan hátt en að greiða fyrir hann, til dæmis fólk sem á við fötlun, offitu eða aðra líkamsgalla að etja?“ Skrifar hann einnig:„Ef maður fær að skoða klámblað eða klámmyndir eða kaupa blíðu af konu í vændishúsi, þá ættu líkur að minnka á því, að hann beiti örþrifaráðum eins og nauðgun eða lostugu athæfi á almannafæri til þess að svala kynhvöt sinni.“ Nemendurnir krefjast þess að bókin verði tafarlaust tekin úr umferð sem kennslugagn. Nemendum finnst ólíðandi að þurfa að sitja námskeið þar sem kennsluefnið innihaldi kvenfyrirlitningu og fordóma. Vísir/Anton BrinkKrefjast jafnræðis Fyrrum og núverandi nemendum þykir núverandi ástand ekki geta viðgengist í háskóla sem stefnir að því að verða á meðal þeirra 100 bestu í heiminum. Benda nemendur einnig á þá staðreynd að Hannes hafi verið dæmdur árið 2008 fyrir brot á höfundarréttarlögum. Ef nemandi í háskólanum gerðist sekur um slíkt væri honum vísað úr skólanum. „Í ljósi þess krefjumst við að gætt sé jafnræðis og námsmönnum við Háskóla Íslands sé ekki vísað úr skóla ef þeir verða uppvísir af broti á höfundarréttarlögum svo lengi sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson vinnur þar.“ Allir nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands þurfa að ljúka námskeiðinu sem Hannes kennir. Þetta þykir þeim ekki í lagi, bæði vegna höfundarréttarbrots hans og námsefnisins. „Við krefjumst þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson kenni ekki skyldunámskeið við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.“ Andlegt ofbeldiSvanur Kristjánsson, fyrrum prófessor við deildina sem nú er kominn á eftirlaun, hefur áður gagnrýnt Háskóla Íslands opinberlega vegna viðbragða skólans í málum Hannesar, bæði vegna brots hans á höfundarlögum og svo seinna samskipta við samstarfsfólk. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra,“ skrifaði Svanur fyrir nokkrum árum um skyldunámskeið Hannesar. Staðan er óbreytt í dag. Í samtali við Vísi segir Svanur að mál Hannesar hvíli enn yfir Háskóla Íslands. Hannes Hólmsteinn var vorið 2008 dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundarétti ekkju Halldórs Kiljan Laxness með útgáfu bókar sinnar Halldór, ævisögu hans um Halldór Kiljan Laxness. Kristín Ingólfsdóttir, þáverandi rektor Háskóla Íslands, taldi sig ekki hafa lagalegt svigrúm til að veita Hannesi áminningu. „Það væri hvergi til umræðu annars staðar en við Háskóla Íslands, að maður sem hefur verið dæmdur fyrir stórfelld brot á höfundarréttarlögum eða ritstuld, sé að kenna við háskólann. Það er fráleitt.“Svanur Kristjánsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands.Svanur gagnrýnir líka að allir nemendur þurfi að taka áfanga Hannesar til þess að geta útskrifast úr stjórnmálafræðinni. „Að krefjast þess að nemendur séu að taka skyldunámskeið hjá kennara sem hefur verið dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum, er litið á sem andlegt ofbeldi.“Kæmi skemmtilega á óvartSvanur segir að málið sé gjörsamlega út í hött. Kennslubókin sem hann skrifi sé líka bara sér kafli út af fyrir sig. „Þú þarft að hafa ritrýnt efni sem einhver annar en þú sjálfur hefur vottað að standist fræðilegar kröfur.“ Hann segir að í ljósi reynslunnar hafi hann enga trú á því að yfirlýsingar nemenda hafi áhrif á stöðu mála. „Nemendur hafa kvartað áður og háskólayfirvöld eru hreinlega bara hrædd við Hannes Hólmstein Gissurarson.“ Svanur vonar að uppreisn nemenda hafi áhrif, það kæmi honum skemmtilega á óvart. „Það má samt svo sem alveg vera að það verði gert og ég vona að það verði eitthvað gert og þessu andlega ofbeldi verði létt af nemendum. Að háskólinn reyni að standa undir nafni.“ Hann segir að það sé ekki í lagi að kennari sem gerist sekur um ritstuld fái að halda áfram kennslu eins og ekkert hafi gerst en nemendur séu reknir fyrir það sama. Það sé mjög alvarlegt að maður sem Hæstiréttur hafi dæmt fyrir brot á höfundarrétti kenni skyldunámskeið. „Þetta er brot á öllu því sem háskólar standa fyrir.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. 13. ágúst 2015 11:19 Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir hegðun stjórnenda stjórnmálafræðideildar undarlega. 11. júlí 2014 13:42 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Háskólamenn kvarta undan yfirgangi Hannesar Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill ekki tjá sig um málið en DV greinir frá því að hann leystur undan stjórnunarskyldum við Háskóla Íslands. 11. júlí 2014 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands ætla að leggja fram formlega kvörtun eða kæru á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor við deildina. Er það meðal annars vegna námsefnis sem hann leggur fyrir nemendur, sem hefur verið gagnrýnt þar sem það þyki ala á kvenfyrirlitningu og fordómum. Krefjast nemarnir þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideildin sem Hannes kennir við, taki ábyrgð og áminni hann opinberlega. Tugir nemenda hafa skrifað undir yfirlýsingu um málið. Tíðar kvartanir ekki skilað árangri„Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu nemanna. Brot úr bókinni Saga stjórnmálakenninga, sem Hannes skrifaði og nýtir við kennslu í áfanganum Stjórnmálaheimspeki, hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Í umfjöllun um klámsölu og vændiskaup segir Hannes í bókinni: „Vændiskaupendur eru margskonar. Ætti sú staðreynd, að þeir eru margir ófrýnilegir karlskrökkar, ekki að vekja samúð frekar en reiði? Hvert eiga þeir að leita, sem geta ekki útvegað sér rekkjunaut á neinn annan hátt en að greiða fyrir hann, til dæmis fólk sem á við fötlun, offitu eða aðra líkamsgalla að etja?“ Skrifar hann einnig:„Ef maður fær að skoða klámblað eða klámmyndir eða kaupa blíðu af konu í vændishúsi, þá ættu líkur að minnka á því, að hann beiti örþrifaráðum eins og nauðgun eða lostugu athæfi á almannafæri til þess að svala kynhvöt sinni.“ Nemendurnir krefjast þess að bókin verði tafarlaust tekin úr umferð sem kennslugagn. Nemendum finnst ólíðandi að þurfa að sitja námskeið þar sem kennsluefnið innihaldi kvenfyrirlitningu og fordóma. Vísir/Anton BrinkKrefjast jafnræðis Fyrrum og núverandi nemendum þykir núverandi ástand ekki geta viðgengist í háskóla sem stefnir að því að verða á meðal þeirra 100 bestu í heiminum. Benda nemendur einnig á þá staðreynd að Hannes hafi verið dæmdur árið 2008 fyrir brot á höfundarréttarlögum. Ef nemandi í háskólanum gerðist sekur um slíkt væri honum vísað úr skólanum. „Í ljósi þess krefjumst við að gætt sé jafnræðis og námsmönnum við Háskóla Íslands sé ekki vísað úr skóla ef þeir verða uppvísir af broti á höfundarréttarlögum svo lengi sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson vinnur þar.“ Allir nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands þurfa að ljúka námskeiðinu sem Hannes kennir. Þetta þykir þeim ekki í lagi, bæði vegna höfundarréttarbrots hans og námsefnisins. „Við krefjumst þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson kenni ekki skyldunámskeið við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.“ Andlegt ofbeldiSvanur Kristjánsson, fyrrum prófessor við deildina sem nú er kominn á eftirlaun, hefur áður gagnrýnt Háskóla Íslands opinberlega vegna viðbragða skólans í málum Hannesar, bæði vegna brots hans á höfundarlögum og svo seinna samskipta við samstarfsfólk. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra,“ skrifaði Svanur fyrir nokkrum árum um skyldunámskeið Hannesar. Staðan er óbreytt í dag. Í samtali við Vísi segir Svanur að mál Hannesar hvíli enn yfir Háskóla Íslands. Hannes Hólmsteinn var vorið 2008 dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundarétti ekkju Halldórs Kiljan Laxness með útgáfu bókar sinnar Halldór, ævisögu hans um Halldór Kiljan Laxness. Kristín Ingólfsdóttir, þáverandi rektor Háskóla Íslands, taldi sig ekki hafa lagalegt svigrúm til að veita Hannesi áminningu. „Það væri hvergi til umræðu annars staðar en við Háskóla Íslands, að maður sem hefur verið dæmdur fyrir stórfelld brot á höfundarréttarlögum eða ritstuld, sé að kenna við háskólann. Það er fráleitt.“Svanur Kristjánsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands.Svanur gagnrýnir líka að allir nemendur þurfi að taka áfanga Hannesar til þess að geta útskrifast úr stjórnmálafræðinni. „Að krefjast þess að nemendur séu að taka skyldunámskeið hjá kennara sem hefur verið dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum, er litið á sem andlegt ofbeldi.“Kæmi skemmtilega á óvartSvanur segir að málið sé gjörsamlega út í hött. Kennslubókin sem hann skrifi sé líka bara sér kafli út af fyrir sig. „Þú þarft að hafa ritrýnt efni sem einhver annar en þú sjálfur hefur vottað að standist fræðilegar kröfur.“ Hann segir að í ljósi reynslunnar hafi hann enga trú á því að yfirlýsingar nemenda hafi áhrif á stöðu mála. „Nemendur hafa kvartað áður og háskólayfirvöld eru hreinlega bara hrædd við Hannes Hólmstein Gissurarson.“ Svanur vonar að uppreisn nemenda hafi áhrif, það kæmi honum skemmtilega á óvart. „Það má samt svo sem alveg vera að það verði gert og ég vona að það verði eitthvað gert og þessu andlega ofbeldi verði létt af nemendum. Að háskólinn reyni að standa undir nafni.“ Hann segir að það sé ekki í lagi að kennari sem gerist sekur um ritstuld fái að halda áfram kennslu eins og ekkert hafi gerst en nemendur séu reknir fyrir það sama. Það sé mjög alvarlegt að maður sem Hæstiréttur hafi dæmt fyrir brot á höfundarrétti kenni skyldunámskeið. „Þetta er brot á öllu því sem háskólar standa fyrir.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. 13. ágúst 2015 11:19 Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir hegðun stjórnenda stjórnmálafræðideildar undarlega. 11. júlí 2014 13:42 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Háskólamenn kvarta undan yfirgangi Hannesar Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill ekki tjá sig um málið en DV greinir frá því að hann leystur undan stjórnunarskyldum við Háskóla Íslands. 11. júlí 2014 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. 13. ágúst 2015 11:19
Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir hegðun stjórnenda stjórnmálafræðideildar undarlega. 11. júlí 2014 13:42
HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59
Háskólamenn kvarta undan yfirgangi Hannesar Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill ekki tjá sig um málið en DV greinir frá því að hann leystur undan stjórnunarskyldum við Háskóla Íslands. 11. júlí 2014 09:00