Háskólinn grípur til aðgerða vegna kynferðislegrar áreitni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 11:37 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Pjetur Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli. MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli.
MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent