Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 16:42 Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Vísir/AFP ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00