Praktískt fyrir stelpu úr sveit að taka meirapróf Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. desember 2017 12:15 Björt segist ekki munu stökkva frá borði, nú þegar Björt framtíð galt afhroð í nýafstöðnum kosningum. Hún ætlar þvert á móti að leggja mikið á sig til að rífa upp fylgið á ný. Vísir/stefán Þetta er eins og déjà vu fyrir mig. Fyrir ári vorum við Óttarr í nákvæmlega sömu stöðu. Við höfðum samt bakland sem var meira tilbúið í samstarfið og að mörgu leyti hefði okkar samstarf með Sjálfstæðisflokknum átt að koma minna á óvart – með okkar frjálslyndishugsjón – en með þeim sem jafnvel telja sig mestu sósíalista á Íslandi,“ segir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, um nýja ríkisstjórn undir forystu formanns VG, Katrínar Jakobsdóttur, með liðsinni Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.Hræsni í Vinstri grænum „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hún segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því. „En því fór sem fór. Hræsnin hins vegar er fólgin í því að núna sé eitthvað allt annað uppi á teningnum en var þá. Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“ Viðburðaríkt ár Björt segir það tæpa ár sem hún sat á stóli umhverfisráðherra hafa verið viðburðaríkt. Hún hafi fyrir löngu verið búin að ákveða að ganga hratt í verkin. „Við höfðum auðvitað miklu meiri málaefnasamstöðu með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki en VG segist hafa. En það sem var merkilegt í þeim stjórnarsáttmála var að í fyrsta sinn gaf Sjálfstæðisflokkurinn eftir í þessu. Við hættum mengandi stóriðju. Sú afdrifaríka ákvörðun var tekin, sem VG og Samfylkingin höfðu áður keyrt áfram í stjórnarsáttmálum auk allra hinna flokkanna. Ég er reyndar óróleg hvað þetta varðar því að ný ríkisstjórn heldur þessu ekki til streitu í sinni stefnuyfirlýsingu. Ég vona hins vegar að nýr umhverfisráðherra verði öflugur og láti verkin tala. Það sem ég vil mest af öllu er að allir flokkar taki umhverfismál inn í sína stefnu. Mér finnst að það eigi ekki að vera eins flokks mál, því svo kemur í ljós, eins og ég hef nú áður sagt með VG, að þessi græna stefna þeirra hefur í fortíðinni verið orðin tóm. Talað mikið um það en verkin sýna annað.“ Ódýrar eftiráskýringar Ertu þá að tala um Bakka? Menn hafa svarað þessari gagnrýni og sagst hafa bjargað því sem bjargað varð í því, tekist að afstýra 400.000 tonna álveri á Húsavík. „Það er mjög merkilegt, að því sé tekið sem gefnu og þau hafi sætt sig við það að það væri einhvern tíma sú staða uppi að það kæmi nokkurs konar álver á Bakka. Var sú hugmynd bara ásættanleg fyrir VG? Þau hafa oft tilhneigingu til að færa línuna þangað sem hentar í þessari umræðu og svona eftiráskýringar eru að sjálfsögðu ekkert annað en ódýrar. Eins og ég og minn flokkur sýndum: Ef þú vilt ekki stóriðju, þá verður engin stóriðja. Af hverju tókst þeim ekki að fá það í gegn? Það er einfaldlega vegna þess að gamaldags pólitíkusar sjá ekkert annað fyrir sér sem byggðauppbyggingu en göng og mengandi stóriðju,“ segir Björt og nefnir uppgang í ferðaþjónustu sem dæmi um uppbyggingu í dreifðari byggðum. Sjóböð í skugga kísilmálmvers „Ef við tökum til að mynda Húsavík. Ferðaþjónustan er þar í þvílíkum blóma. Það er verið að plana sjóböð, svo dæmi sé tekið, sem núna munu liggja því sem næst við hliðina á mengandi, kolaspúandi kísilmálmveri. Ef stjórnmálamenn eins og Steingrímur J., sem fór þarna fremstur í flokki, hefðu leyft hlutunum að gerjast af sjálfum sér, þá væru þeir ekki að eyðileggja fyrir þessum stærsta þjónustuiðnaði á Íslandi sem er ferðaþjónustan núna,“ útskýrir Björt en tekur fram að hvorki Steingrímur J. né aðrir þingmenn VG hefðu getað séð þennan mikla ferðamannastraum fyrir. „En þá er líka mikilvægt að pólitíkusar viti sinn sess. Við erum ekki bestu bisnessmenn landsins. Því fer fjarri. En okkar hlutverk hefur alltaf verið að leyfa náttúru Íslands, því mikilvægasta sem við eigum, stærsta efnahagsmáli þjóðarinnar, að njóta vafans. Það verður að gera það.“ Stóriðja á skattaafslætti Þú talar um að ferðaþjónustan sé að verða hin nýja íslenska byggðastefna, en þinn flokkur ætlaði að hækka virðisaukaskattinn á greinina. Hefði það ekki líka kæft ferðaþjónustuna? „Í grunninn hefur skattastefna Bjartrar framtíðar alltaf verið þannig að við viljum ekki ívilnanir fyrir suma. Við viljum að fyrirtæki starfi á samkeppnisgrundvelli með jafna stöðu á borðinu. Þetta hefur auðvitað sérstaklega beinst að stóriðjunni sem er á endalausum skattaafsláttum, sem þá einhver annar borgar. Afsláttur af sköttum og gjöldum sveitarfélaga þýðir að sá sem þá fær leggur ekki sitt til samfélagins á því formi eins og krafist er af öðrum. Við höfum alltaf verið á móti þessu en þá aðallega í þessari umræðu um stóriðjuna; þar eru rekin dótturfélög á landinu sem eru í mikilli skuld við móðurfélagið erlendis svo að hér myndast enginn bókfærður hagnaður. Þannig verða skattarnir sem reiddir eru fram til samfélagsins í lágmarki – bara mest í gegnum starfsmennina sjálfa,“ segir Björt og telur það ótækt. „Svo þegar kemur að öðrum ívilnunum, eins og er varðar ferðaþjónustuna, þá er hún ekki í sama skattþrepi og aðrar atvinnugreinar, hún er það ekki, og okkur hefur þótt eðlilegt að nú þegar hún hefur slitið barnsskónum færist hún í sama þrep og aðrar. En það er mikilvægt í þessu samhengi að horfa á að við ætluðum jú að hækka virðisauka á ferðaþjónustu, en á móti að lækka almenna þrepið. Og við vildum seinka þessari hækkun til 2019 svo hún kæmi ekki of bratt að fólki.“ Landsbyggðin verið skilin eftir Það yrði samt skattahækkun? „Já, en við værum að losa okkur við ívilnanir sem eru ekki réttar að okkar mati. En svo kemur inn í þetta að ferðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandinu og svo ferðaþjónustan í dreifðari byggðum, á Norðausturlandi, Vestfjörðum, er ekki í sömu stöðu. Það eru samgönguhindranir, kannski harðara veðurfar, erfiðara að halda starfsemi úti allan ársins hring á þessum köldu svæðum,“ útskýrir Björt og segir það meðal annars skýrast af því að stjórnvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu með að köld svæði njóti sambærilegra innviða sem fólk og fyrirtæki annars staðar njóta. „Ég get nefnt nettengingar. Þetta skiptir allt máli í þessu samhengi og við sögðum það mjög skýrt, og það var á plani hjá ríkisstjórninni okkar að mæta þessu, fyrirtækjum og landshlutum, betur með ýmsum leiðum þannig að við værum örugglega ekki að kippa stoðunum undan atvinnugreininni úti á landi.“ Brjálæðisleg skattaundanskot Björt segir að það sem skipti máli í þessum efnum, og ætti að skipta Sjálfstæðisflokkinn líka máli, sem tali fyrir einfaldara skattkerfi, sé að með því að hætta með ívilnanir ýmiss konar vinnum við að minnkun á skattaundanskotum. „Bæði er auðveldara að telja fram með einfaldara skattkerfi og að fylgjast með því. Skattaundanskot á Íslandi eru Brjálæðisleg miðað við nágrannalönd okkar. Það má alveg efla eftirlit, en maður verður að hafa umhverfið einfalt. Flestir nefnilega vilja telja rétt fram en það er erfiðara en að segja það. Sérstaklega í ferðaþjónustu. Þar hefurðu mat í einu þrepi, baðaðstöðu í öðru þrepi og gistingu í enn öðru. Þetta var orðið algjört kjaftæði og mikil þörf á að breyta þessu.“ Ríkisstjórnarsamstarfið var gott Hún lýsir samstarfinu í fráfarandi ríkisstjórn sem góðu og segir bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokk hafa stutt við bakið á henni í umhverfismálum. „Ég er í pólitík vegna hugsjóna minna sem birtast í stefnu Bjartrar framtíðar. En ég var líka sífellt að reyna að selja Sjálfstæðisflokknum mínar hugmyndir um umhverfismál, einfaldlega a því að hann er stærsti flokkurinn og verður að taka undir, en ég vissi að ég væri búin að hafa varanleg áhrif þegar ég sá grein í Mogganum eftir Óla Björn Kárason þar sem fyrirsögnin var: Náttúruvernd er efnahagsmál. Þetta hefur verið mín mantra. Þá fannst mér sigur unninn,“ segir Björt og hlær. „Það verður að troða þessu inn í öllum flokkum, það verða allir að taka þetta upp – það á ekki að eigna einhverjum einum þetta, eins og VG hafa tekið þetta, sem hafa svo hingað til ekki einu sinni getað staðið við fagurgalann þegar á reynir. Ég vona innilega að það breytist núna.“ Kosningin var of snemma Talið berst að stjórnarslitunum, sem hafa þegar talsvert verið rædd. Björt segir að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning – þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti.Björt tók nýlega við formennsku í Bjartri framtíð.Vísir/StefánVildu bíða af sér storminn „Fyrsta viðbragð innan stjórnsýslu á alltaf að vera að upplýsa um gögnin. Þau fóru undan í flæmingi og tóku til alls síns lögfræðiblaðurs til að reyna að þvæla málið fram og til baka. Strax þennan dag, því það hefur komið fram eftir á, hjá Bjarna, að við hefðum bara átt að tala saman, finna út úr þessu. Ég auðvitað nálgaðist hans fólk og fékk strax svar því það var mikið undir. Svarið var einfaldlega óásættanlegt. Þau ætluðu ekki að gera neitt í þessu, nema kannski seinna, fara í viðtal svona eftir helgina. Ég sagði þeim að það myndi aldrei ganga fyrir okkur vegna alvarleika málsins. Þau jánkuðu því, vissu það, en ætluðu ekki að aðhafast neitt strax, bíða og sjá. Eins og þau auðvitað gera oft, bíða af sér storminn.“ Björt segir það hafa verið algjörlega ljóst í sínum huga og Óttars að þau ætluðu ekki að bíða af sér storminn með ráðherrunum. „Við ætluðum ekki að vera meðvirk með þeim. Það var eitt að þetta væri um alvarleg kynferðisbrot, sem eru aldrei tekin nógu alvarlega, og það gagnvart börnum, en að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið að sveipa þau leyndarhyggju en ekki upplýsa um þau strax – það auðvitað kom okkur í opna skjöldu,“ rifjar hún upp. Hita- og tilfinningafundur „Við sögðum: Við verðum ekki hluti af því, þið þurfið að útskýra, biðjast afsökunar. Þau tóku ekki undir það. Svo kemur að þessum fundi um kvöldið í mínum flokki. Ég sagði við mitt fólk að ég vildi mæta á ríkisstjórnarfund og horfa í augun á mínum samráðherrum og segja þeim, augliti til auglitis, að ég væri á leiðinni út úr þessu samstarfi. En það var mikill hiti á þessum fundi. Tilfinningar. Fólki var eðlilega ofboðslega misboðið. Stjórn Bjartrar framtíðar vildi út og ég skildi það bara mjög vel. Hefðum við átt að setjast niður og ræða málin lengur? Já. En það hefði ekki breytt niðurstöðunni. Við sýndum það í verki, lítill flokkur með stórt hjarta, að við látum það ekki viðgangast að kynferðisbrot gagnvart börnum sé sveipað leyndarhyggju því það kemur stærsta stjórnmálaflokki Íslands illa að tala út um erfiða hluti. Stjórnmálin verða að vera stærri en þetta.“ Ætlar að rífa upp flokkinn Björt tók nýlega við formennsku í flokknum, Bjartri framtíð, sem galt afhroð í nýafstöðnum kosningum. Hún segist ætla að rífa flokkinn upp á ný. „Þessi kosning var skellur en því fór sem fór. Það getur verið af ýmsum ástæðum. Við höfum verið ströng við okkur sjálf að vera ekki með brjálæðisleg kosningaloforð og kaupa okkur atkvæði. En við þurfum að reyna að tala betur til þess hóps sem kannski lætur minnst sjá sig á kjörstað, sem er unga fólkið. Það lætur líka minnst sjá sig kjörstað því pólitíkin getur verið svo hundleiðinleg. Fólki finnst það ekki vera þátttakendur í þessu, en þá er einmitt svo mikilvægt að það taki sér völdin.“ Ætlar ekki frá borði Hún segir Bjarta framtíð einnig eiga lítið fast fylgi. Raunar eigi fæstir nýlegir flokkar það. En hún segir hann eins og fjölskyldu og segist ekki geta hugsað sér að stökkva frá borði. „Þegar er erfitt í sjóinn þá þurfa allir að leggjast á árarnar, sérstaklega þegar menn eru orðnir vanari, hafa fengið að öðlast reynslu með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það var bara þannig núna. Maður þroskast sem hópur í gegnum það að fara í gegnum áföll og vinna sigra saman. Ég er alin þannig upp að sterkasta liðið og einstaklingurinn er sá sem stendur upp þegar hefur gengið illa, og það erum við að fara að gera.“ Vill geta gripið í vinnuvélar Sjálf er Björt á leið í meiraprófið. „Mér finnst liggja beinast við að skrá mig í vörubílapróf þannig að ég dreif í því! Nei, ég meina, það er bara eitthvað svo sjálfsagt mál. Ég er úr sveit og það er prentað inn í mig að maður bara vinnur. Mér finnst ekkert verra að vinna á vinnuvél ef því er að skipta. Mig hefur lengi langað til að taka meiraprófið – það er alveg praktískt fyrir konur úr sveit að keyra vörubíl. Ég er með hugmyndir að svona fimm fyrirtækjum sem ég væri til í að stofna. Byrja á prófinu og sé svo hvað gerist,“ segir Björt hlæjandi. „Ég gæti alveg trúað að ég yrði að gera hitt og þetta næstu árin. Aldrei að staðna í einhverju þægindarými vegna þess að það er hlýtt og kósí þar. Það þroskar mann ekki og svo er líka bara svo leiðinlegt að storka sér ekki og vakna kannski upp eftir 15 ár þar sem maður situr óvart við eitthvert skrifborð og maður veit ekkert hvernig maður lenti þar. Ekki misskilja mig. Ég verð örugglega við eitthvert skrifborð eftir 15 ár. En vonandi verður það mitt skrifborð sem á liggja plön sem ég hef lagt fram sjálf um mína drauma.“ Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Þetta er eins og déjà vu fyrir mig. Fyrir ári vorum við Óttarr í nákvæmlega sömu stöðu. Við höfðum samt bakland sem var meira tilbúið í samstarfið og að mörgu leyti hefði okkar samstarf með Sjálfstæðisflokknum átt að koma minna á óvart – með okkar frjálslyndishugsjón – en með þeim sem jafnvel telja sig mestu sósíalista á Íslandi,“ segir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, um nýja ríkisstjórn undir forystu formanns VG, Katrínar Jakobsdóttur, með liðsinni Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.Hræsni í Vinstri grænum „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hún segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því. „En því fór sem fór. Hræsnin hins vegar er fólgin í því að núna sé eitthvað allt annað uppi á teningnum en var þá. Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“ Viðburðaríkt ár Björt segir það tæpa ár sem hún sat á stóli umhverfisráðherra hafa verið viðburðaríkt. Hún hafi fyrir löngu verið búin að ákveða að ganga hratt í verkin. „Við höfðum auðvitað miklu meiri málaefnasamstöðu með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki en VG segist hafa. En það sem var merkilegt í þeim stjórnarsáttmála var að í fyrsta sinn gaf Sjálfstæðisflokkurinn eftir í þessu. Við hættum mengandi stóriðju. Sú afdrifaríka ákvörðun var tekin, sem VG og Samfylkingin höfðu áður keyrt áfram í stjórnarsáttmálum auk allra hinna flokkanna. Ég er reyndar óróleg hvað þetta varðar því að ný ríkisstjórn heldur þessu ekki til streitu í sinni stefnuyfirlýsingu. Ég vona hins vegar að nýr umhverfisráðherra verði öflugur og láti verkin tala. Það sem ég vil mest af öllu er að allir flokkar taki umhverfismál inn í sína stefnu. Mér finnst að það eigi ekki að vera eins flokks mál, því svo kemur í ljós, eins og ég hef nú áður sagt með VG, að þessi græna stefna þeirra hefur í fortíðinni verið orðin tóm. Talað mikið um það en verkin sýna annað.“ Ódýrar eftiráskýringar Ertu þá að tala um Bakka? Menn hafa svarað þessari gagnrýni og sagst hafa bjargað því sem bjargað varð í því, tekist að afstýra 400.000 tonna álveri á Húsavík. „Það er mjög merkilegt, að því sé tekið sem gefnu og þau hafi sætt sig við það að það væri einhvern tíma sú staða uppi að það kæmi nokkurs konar álver á Bakka. Var sú hugmynd bara ásættanleg fyrir VG? Þau hafa oft tilhneigingu til að færa línuna þangað sem hentar í þessari umræðu og svona eftiráskýringar eru að sjálfsögðu ekkert annað en ódýrar. Eins og ég og minn flokkur sýndum: Ef þú vilt ekki stóriðju, þá verður engin stóriðja. Af hverju tókst þeim ekki að fá það í gegn? Það er einfaldlega vegna þess að gamaldags pólitíkusar sjá ekkert annað fyrir sér sem byggðauppbyggingu en göng og mengandi stóriðju,“ segir Björt og nefnir uppgang í ferðaþjónustu sem dæmi um uppbyggingu í dreifðari byggðum. Sjóböð í skugga kísilmálmvers „Ef við tökum til að mynda Húsavík. Ferðaþjónustan er þar í þvílíkum blóma. Það er verið að plana sjóböð, svo dæmi sé tekið, sem núna munu liggja því sem næst við hliðina á mengandi, kolaspúandi kísilmálmveri. Ef stjórnmálamenn eins og Steingrímur J., sem fór þarna fremstur í flokki, hefðu leyft hlutunum að gerjast af sjálfum sér, þá væru þeir ekki að eyðileggja fyrir þessum stærsta þjónustuiðnaði á Íslandi sem er ferðaþjónustan núna,“ útskýrir Björt en tekur fram að hvorki Steingrímur J. né aðrir þingmenn VG hefðu getað séð þennan mikla ferðamannastraum fyrir. „En þá er líka mikilvægt að pólitíkusar viti sinn sess. Við erum ekki bestu bisnessmenn landsins. Því fer fjarri. En okkar hlutverk hefur alltaf verið að leyfa náttúru Íslands, því mikilvægasta sem við eigum, stærsta efnahagsmáli þjóðarinnar, að njóta vafans. Það verður að gera það.“ Stóriðja á skattaafslætti Þú talar um að ferðaþjónustan sé að verða hin nýja íslenska byggðastefna, en þinn flokkur ætlaði að hækka virðisaukaskattinn á greinina. Hefði það ekki líka kæft ferðaþjónustuna? „Í grunninn hefur skattastefna Bjartrar framtíðar alltaf verið þannig að við viljum ekki ívilnanir fyrir suma. Við viljum að fyrirtæki starfi á samkeppnisgrundvelli með jafna stöðu á borðinu. Þetta hefur auðvitað sérstaklega beinst að stóriðjunni sem er á endalausum skattaafsláttum, sem þá einhver annar borgar. Afsláttur af sköttum og gjöldum sveitarfélaga þýðir að sá sem þá fær leggur ekki sitt til samfélagins á því formi eins og krafist er af öðrum. Við höfum alltaf verið á móti þessu en þá aðallega í þessari umræðu um stóriðjuna; þar eru rekin dótturfélög á landinu sem eru í mikilli skuld við móðurfélagið erlendis svo að hér myndast enginn bókfærður hagnaður. Þannig verða skattarnir sem reiddir eru fram til samfélagsins í lágmarki – bara mest í gegnum starfsmennina sjálfa,“ segir Björt og telur það ótækt. „Svo þegar kemur að öðrum ívilnunum, eins og er varðar ferðaþjónustuna, þá er hún ekki í sama skattþrepi og aðrar atvinnugreinar, hún er það ekki, og okkur hefur þótt eðlilegt að nú þegar hún hefur slitið barnsskónum færist hún í sama þrep og aðrar. En það er mikilvægt í þessu samhengi að horfa á að við ætluðum jú að hækka virðisauka á ferðaþjónustu, en á móti að lækka almenna þrepið. Og við vildum seinka þessari hækkun til 2019 svo hún kæmi ekki of bratt að fólki.“ Landsbyggðin verið skilin eftir Það yrði samt skattahækkun? „Já, en við værum að losa okkur við ívilnanir sem eru ekki réttar að okkar mati. En svo kemur inn í þetta að ferðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandinu og svo ferðaþjónustan í dreifðari byggðum, á Norðausturlandi, Vestfjörðum, er ekki í sömu stöðu. Það eru samgönguhindranir, kannski harðara veðurfar, erfiðara að halda starfsemi úti allan ársins hring á þessum köldu svæðum,“ útskýrir Björt og segir það meðal annars skýrast af því að stjórnvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu með að köld svæði njóti sambærilegra innviða sem fólk og fyrirtæki annars staðar njóta. „Ég get nefnt nettengingar. Þetta skiptir allt máli í þessu samhengi og við sögðum það mjög skýrt, og það var á plani hjá ríkisstjórninni okkar að mæta þessu, fyrirtækjum og landshlutum, betur með ýmsum leiðum þannig að við værum örugglega ekki að kippa stoðunum undan atvinnugreininni úti á landi.“ Brjálæðisleg skattaundanskot Björt segir að það sem skipti máli í þessum efnum, og ætti að skipta Sjálfstæðisflokkinn líka máli, sem tali fyrir einfaldara skattkerfi, sé að með því að hætta með ívilnanir ýmiss konar vinnum við að minnkun á skattaundanskotum. „Bæði er auðveldara að telja fram með einfaldara skattkerfi og að fylgjast með því. Skattaundanskot á Íslandi eru Brjálæðisleg miðað við nágrannalönd okkar. Það má alveg efla eftirlit, en maður verður að hafa umhverfið einfalt. Flestir nefnilega vilja telja rétt fram en það er erfiðara en að segja það. Sérstaklega í ferðaþjónustu. Þar hefurðu mat í einu þrepi, baðaðstöðu í öðru þrepi og gistingu í enn öðru. Þetta var orðið algjört kjaftæði og mikil þörf á að breyta þessu.“ Ríkisstjórnarsamstarfið var gott Hún lýsir samstarfinu í fráfarandi ríkisstjórn sem góðu og segir bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokk hafa stutt við bakið á henni í umhverfismálum. „Ég er í pólitík vegna hugsjóna minna sem birtast í stefnu Bjartrar framtíðar. En ég var líka sífellt að reyna að selja Sjálfstæðisflokknum mínar hugmyndir um umhverfismál, einfaldlega a því að hann er stærsti flokkurinn og verður að taka undir, en ég vissi að ég væri búin að hafa varanleg áhrif þegar ég sá grein í Mogganum eftir Óla Björn Kárason þar sem fyrirsögnin var: Náttúruvernd er efnahagsmál. Þetta hefur verið mín mantra. Þá fannst mér sigur unninn,“ segir Björt og hlær. „Það verður að troða þessu inn í öllum flokkum, það verða allir að taka þetta upp – það á ekki að eigna einhverjum einum þetta, eins og VG hafa tekið þetta, sem hafa svo hingað til ekki einu sinni getað staðið við fagurgalann þegar á reynir. Ég vona innilega að það breytist núna.“ Kosningin var of snemma Talið berst að stjórnarslitunum, sem hafa þegar talsvert verið rædd. Björt segir að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning – þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti.Björt tók nýlega við formennsku í Bjartri framtíð.Vísir/StefánVildu bíða af sér storminn „Fyrsta viðbragð innan stjórnsýslu á alltaf að vera að upplýsa um gögnin. Þau fóru undan í flæmingi og tóku til alls síns lögfræðiblaðurs til að reyna að þvæla málið fram og til baka. Strax þennan dag, því það hefur komið fram eftir á, hjá Bjarna, að við hefðum bara átt að tala saman, finna út úr þessu. Ég auðvitað nálgaðist hans fólk og fékk strax svar því það var mikið undir. Svarið var einfaldlega óásættanlegt. Þau ætluðu ekki að gera neitt í þessu, nema kannski seinna, fara í viðtal svona eftir helgina. Ég sagði þeim að það myndi aldrei ganga fyrir okkur vegna alvarleika málsins. Þau jánkuðu því, vissu það, en ætluðu ekki að aðhafast neitt strax, bíða og sjá. Eins og þau auðvitað gera oft, bíða af sér storminn.“ Björt segir það hafa verið algjörlega ljóst í sínum huga og Óttars að þau ætluðu ekki að bíða af sér storminn með ráðherrunum. „Við ætluðum ekki að vera meðvirk með þeim. Það var eitt að þetta væri um alvarleg kynferðisbrot, sem eru aldrei tekin nógu alvarlega, og það gagnvart börnum, en að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið að sveipa þau leyndarhyggju en ekki upplýsa um þau strax – það auðvitað kom okkur í opna skjöldu,“ rifjar hún upp. Hita- og tilfinningafundur „Við sögðum: Við verðum ekki hluti af því, þið þurfið að útskýra, biðjast afsökunar. Þau tóku ekki undir það. Svo kemur að þessum fundi um kvöldið í mínum flokki. Ég sagði við mitt fólk að ég vildi mæta á ríkisstjórnarfund og horfa í augun á mínum samráðherrum og segja þeim, augliti til auglitis, að ég væri á leiðinni út úr þessu samstarfi. En það var mikill hiti á þessum fundi. Tilfinningar. Fólki var eðlilega ofboðslega misboðið. Stjórn Bjartrar framtíðar vildi út og ég skildi það bara mjög vel. Hefðum við átt að setjast niður og ræða málin lengur? Já. En það hefði ekki breytt niðurstöðunni. Við sýndum það í verki, lítill flokkur með stórt hjarta, að við látum það ekki viðgangast að kynferðisbrot gagnvart börnum sé sveipað leyndarhyggju því það kemur stærsta stjórnmálaflokki Íslands illa að tala út um erfiða hluti. Stjórnmálin verða að vera stærri en þetta.“ Ætlar að rífa upp flokkinn Björt tók nýlega við formennsku í flokknum, Bjartri framtíð, sem galt afhroð í nýafstöðnum kosningum. Hún segist ætla að rífa flokkinn upp á ný. „Þessi kosning var skellur en því fór sem fór. Það getur verið af ýmsum ástæðum. Við höfum verið ströng við okkur sjálf að vera ekki með brjálæðisleg kosningaloforð og kaupa okkur atkvæði. En við þurfum að reyna að tala betur til þess hóps sem kannski lætur minnst sjá sig á kjörstað, sem er unga fólkið. Það lætur líka minnst sjá sig kjörstað því pólitíkin getur verið svo hundleiðinleg. Fólki finnst það ekki vera þátttakendur í þessu, en þá er einmitt svo mikilvægt að það taki sér völdin.“ Ætlar ekki frá borði Hún segir Bjarta framtíð einnig eiga lítið fast fylgi. Raunar eigi fæstir nýlegir flokkar það. En hún segir hann eins og fjölskyldu og segist ekki geta hugsað sér að stökkva frá borði. „Þegar er erfitt í sjóinn þá þurfa allir að leggjast á árarnar, sérstaklega þegar menn eru orðnir vanari, hafa fengið að öðlast reynslu með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það var bara þannig núna. Maður þroskast sem hópur í gegnum það að fara í gegnum áföll og vinna sigra saman. Ég er alin þannig upp að sterkasta liðið og einstaklingurinn er sá sem stendur upp þegar hefur gengið illa, og það erum við að fara að gera.“ Vill geta gripið í vinnuvélar Sjálf er Björt á leið í meiraprófið. „Mér finnst liggja beinast við að skrá mig í vörubílapróf þannig að ég dreif í því! Nei, ég meina, það er bara eitthvað svo sjálfsagt mál. Ég er úr sveit og það er prentað inn í mig að maður bara vinnur. Mér finnst ekkert verra að vinna á vinnuvél ef því er að skipta. Mig hefur lengi langað til að taka meiraprófið – það er alveg praktískt fyrir konur úr sveit að keyra vörubíl. Ég er með hugmyndir að svona fimm fyrirtækjum sem ég væri til í að stofna. Byrja á prófinu og sé svo hvað gerist,“ segir Björt hlæjandi. „Ég gæti alveg trúað að ég yrði að gera hitt og þetta næstu árin. Aldrei að staðna í einhverju þægindarými vegna þess að það er hlýtt og kósí þar. Það þroskar mann ekki og svo er líka bara svo leiðinlegt að storka sér ekki og vakna kannski upp eftir 15 ár þar sem maður situr óvart við eitthvert skrifborð og maður veit ekkert hvernig maður lenti þar. Ekki misskilja mig. Ég verð örugglega við eitthvert skrifborð eftir 15 ár. En vonandi verður það mitt skrifborð sem á liggja plön sem ég hef lagt fram sjálf um mína drauma.“
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira