Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt í kjölfar forsetakosninganna í fyrra. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, játaði í gær sök um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði fram ákæru gegn honum. Trump tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagðist þar hafa þurft að reka Flynn „vegna þess að hann laug að varaforsetanum og FBI.“ Þá sagðist forsetinn ekki hafa haft „neitt að fela“ á því tímabili þegar ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum eftir kosningar.I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 Ef rétt reynist virðist Trump viðurkenna að hann hafi verið meðvitaður um brot Flynn þegar hann bað Comey að hætta rannsókn og þegar hann svo rak Flynn vegna rannsóknarinnar Flynn hefur nú samþykkt að vinna með yfirvöldum í rannsókninni á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Vegna samningsins á Flynn yfir höfði sér mildari dóm en hann hefði annars fengið. Þetta hefur enn fremur kynt undir vangaveltum þess efnis að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til ákæra á hendur fleirum innan ríkisstjórnar Trumps, að því er fram kemur í frétt BBC.Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að ljúga að FBI. Talið er að Mueller hafi upplýsingar um fleiri brot og því hafi Flynn kosið að gera samning um samstarf við rannsakendur.Vísir/AFPÍ ákærunni gegn Flynn kemur fram að „mjög háttsettur“ innanbúðarmaður í teymi Trumps eftir kosningar hafi fyrirskipað að hann setti sig í samband við rússneska embættismenn. Trump hefur ítrekað þvertekið fyrir meint tengsl starfsfólks síns við Rússa. „Alls ekkert samráð,“ sagði Trump við fréttamenn þegar hann var á leið úr Hvíta húsinu í dag.Forsetinn hefur lýst ásökunum um samráð við Rússa sem „nornaveiðum“. Sagðist hann meðal annars hafa rekið James Comey úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar á því. Á meðal þess sem Mueller rannsakar nú er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með brottrekstrinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt í kjölfar forsetakosninganna í fyrra. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, játaði í gær sök um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði fram ákæru gegn honum. Trump tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagðist þar hafa þurft að reka Flynn „vegna þess að hann laug að varaforsetanum og FBI.“ Þá sagðist forsetinn ekki hafa haft „neitt að fela“ á því tímabili þegar ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum eftir kosningar.I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 Ef rétt reynist virðist Trump viðurkenna að hann hafi verið meðvitaður um brot Flynn þegar hann bað Comey að hætta rannsókn og þegar hann svo rak Flynn vegna rannsóknarinnar Flynn hefur nú samþykkt að vinna með yfirvöldum í rannsókninni á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Vegna samningsins á Flynn yfir höfði sér mildari dóm en hann hefði annars fengið. Þetta hefur enn fremur kynt undir vangaveltum þess efnis að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til ákæra á hendur fleirum innan ríkisstjórnar Trumps, að því er fram kemur í frétt BBC.Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að ljúga að FBI. Talið er að Mueller hafi upplýsingar um fleiri brot og því hafi Flynn kosið að gera samning um samstarf við rannsakendur.Vísir/AFPÍ ákærunni gegn Flynn kemur fram að „mjög háttsettur“ innanbúðarmaður í teymi Trumps eftir kosningar hafi fyrirskipað að hann setti sig í samband við rússneska embættismenn. Trump hefur ítrekað þvertekið fyrir meint tengsl starfsfólks síns við Rússa. „Alls ekkert samráð,“ sagði Trump við fréttamenn þegar hann var á leið úr Hvíta húsinu í dag.Forsetinn hefur lýst ásökunum um samráð við Rússa sem „nornaveiðum“. Sagðist hann meðal annars hafa rekið James Comey úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar á því. Á meðal þess sem Mueller rannsakar nú er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með brottrekstrinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30