Akureyringur á 150 kílómetra hraða hafði betur gegn lögreglunni í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 13:09 Koma verður í ljós hvort lögreglan á Norðurlandi vestra geri aðra tilraun til þess að rukka Akureyringinn um 130 þúsund krónurnar. Vísir/Auðunn Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins. Akrahreppur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins.
Akrahreppur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira