Stórir alþjóðlegir aðilar hafa lýst yfir áhuga á United Silicon Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Aðþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt áhuga á rekstri United Silicon í Helguvík en áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins var samþykkt í héraðsdómi í dag. Starfsfólki hefur fækkað um fjórðung frá því slökkt var á ljósbogaofni kísilversins í byrjun september. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík hefur nú verið stopp frá því slökkt var á ofni verksmiðjunnar 1. september síðastliðinn. Frá 14. ágúst hefur rekstur félagsins verið í greiðslustöðvun en 20. september gekk stærsti lánveitandi kísilversins, Arion banki og fimm aðrir lífeyrissjóðir að veðum sínum og yfirtóku 98,13 prósent af hlutafé verksmiðjunnar. Með því voru Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar og hollenska fyrirtækið Bit Fondel gert eignalaust. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins hefur verið með um átta milljarða útistandandi við félagið að með meðtöldum lánsloforðum og ábyrgðum og vegna stöðunnar þurfti bankinn að afskrifa að fullu 16,3% eignarhlut sinn í verksmiðjunni. Bankinn hefur fjármagnað rekstur verksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og er kostnaður hans á þeim tíma meiri en 600 milljónir. Í þeim kostnaði er meðal annars, endurbætur á verksmiðju sbr. kröfur yfirvalda, tæknileg úttekt Multiconsult á búnaði og loftgæðum, Bókhaldsrannsókn KPMG á rekstri félagsins og Lögfræðileg áreiðanleikakönnun lögmannsstofunnar LEX. „Þessi tími hefur verið nýttur til þess að vinna greinar og vinda ofan af ýmissi óreiðu sem þarna var,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon. Bókhaldsrannsóknin leiddi í ljós meint fjármunabrot Magnúsar Garðarssonar fyrrverandi forstjóra verksmiðjunnar og eru talin nema 500 milljónum. Meint brot voru kærð til héraðssaksóknara og eru þar í rannsókn. Greiðslustöðvun á rekstri United Silicon rann út í dag en stjórn félagsins hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðsdómur samþykkti í dag áframhaldandi greiðslustöðvun en ljóst er að að áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar á ábyrgð Arion banka hleypur á hundruðum milljóna. „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu en ég get alveg viðurkennt að það eru háar upphæðir sem þarf til þess að koma henni í gott horf en þessar greiningar miða við það að þarna sé flest eins og best verður á kosið,“ segir Karen. Karen segir að á þessum tíma hafi fjárfestar sýnt verksmiðjunni áhuga. „Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen. Tengdar fréttir Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49 Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Aðþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt áhuga á rekstri United Silicon í Helguvík en áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins var samþykkt í héraðsdómi í dag. Starfsfólki hefur fækkað um fjórðung frá því slökkt var á ljósbogaofni kísilversins í byrjun september. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík hefur nú verið stopp frá því slökkt var á ofni verksmiðjunnar 1. september síðastliðinn. Frá 14. ágúst hefur rekstur félagsins verið í greiðslustöðvun en 20. september gekk stærsti lánveitandi kísilversins, Arion banki og fimm aðrir lífeyrissjóðir að veðum sínum og yfirtóku 98,13 prósent af hlutafé verksmiðjunnar. Með því voru Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar og hollenska fyrirtækið Bit Fondel gert eignalaust. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins hefur verið með um átta milljarða útistandandi við félagið að með meðtöldum lánsloforðum og ábyrgðum og vegna stöðunnar þurfti bankinn að afskrifa að fullu 16,3% eignarhlut sinn í verksmiðjunni. Bankinn hefur fjármagnað rekstur verksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og er kostnaður hans á þeim tíma meiri en 600 milljónir. Í þeim kostnaði er meðal annars, endurbætur á verksmiðju sbr. kröfur yfirvalda, tæknileg úttekt Multiconsult á búnaði og loftgæðum, Bókhaldsrannsókn KPMG á rekstri félagsins og Lögfræðileg áreiðanleikakönnun lögmannsstofunnar LEX. „Þessi tími hefur verið nýttur til þess að vinna greinar og vinda ofan af ýmissi óreiðu sem þarna var,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon. Bókhaldsrannsóknin leiddi í ljós meint fjármunabrot Magnúsar Garðarssonar fyrrverandi forstjóra verksmiðjunnar og eru talin nema 500 milljónum. Meint brot voru kærð til héraðssaksóknara og eru þar í rannsókn. Greiðslustöðvun á rekstri United Silicon rann út í dag en stjórn félagsins hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðsdómur samþykkti í dag áframhaldandi greiðslustöðvun en ljóst er að að áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar á ábyrgð Arion banka hleypur á hundruðum milljóna. „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu en ég get alveg viðurkennt að það eru háar upphæðir sem þarf til þess að koma henni í gott horf en þessar greiningar miða við það að þarna sé flest eins og best verður á kosið,“ segir Karen. Karen segir að á þessum tíma hafi fjárfestar sýnt verksmiðjunni áhuga. „Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen.
Tengdar fréttir Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49 Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06
Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49
Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00
Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24