Segir mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar ekki mistök Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og einn mótmælenda. vísir/eyþór „Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og og einn þeirra sem komu að mótmælum fyrir utan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, vorið 2010. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir frásögn Steinunnar Valdísar í Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig þar um mótmælin sem boðað var til vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 og 2007. Sagði Steinunn Valdís einnig frá því að þjóðþekktir karlmenn hefðu hvatt aðra til að nauðga henni á meðan á mótmælum stóð. Björn bætir við að honum þyki að það sé verið að skrifa söguna upp á nýtt að einhverju leyti.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Valli„Það gleymist aðeins í umræðunni að í fyrsta lagi sagði Steinunn Valdís af sér og baðst afsökunar. Í kjölfarið voru settar reglur sem útiloka að svona hlutir geti gerst,“ segir Björn og á við styrkveitingarnar. Hann sé ekki viss um að þetta hefði gerst ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir. „Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn. Það sé eitthvað sem hafi komið honum á óvart og hafi aldrei verið tilgangurinn. „Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við Steinunni Valdísi eða fólk sem hefur verið að tjá sig fyrir hennar hönd. Ég er ekkert á leiðinni þangað,“ segir Björn sem lítur ekki svo á að gerð hafi verið mistök með umræddum mótmælum.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem einnig kom að mótmælunum, er á öndverðum meiði. „Ég held það sé mikilvægt að menn dragi lærdóm af þessu rétt eins og ég vona að við höfum lært af hruninu. Til að mynda eru styrkir til fólks í stjórnmálum núna uppi á borðinu sem var auðvitað síður á þessum tíma.“ Sveinn segir að það að mótmæla fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar hafi verið röng leið. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“ Mótmælt var fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna á sama tíma, þó ekki jafnharkalega og í tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir Sveinn að þau mótmæli hafi einnig verið röng.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einn þeirra sem fengu mótmælendur upp að dyrum. „Það var náttúrulega langmest álagið á fjölskylduna. Sérstaklega börnin,“ segir Guðlaugur. „Þess ber þó að geta að þetta var ekki í neinu samræmi við það sem Steinunn Valdís lenti í. Það var svo miklu, miklu meira hjá henni,“ segir Guðlaugur aukinheldur. Einnig var mótmælt fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig um málið. Sjálf segist Steinunn Valdís hafa fengið hundruð skilaboða og símtala eftir frásögn sína. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem henni hafi verið sýndur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34 Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
„Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og og einn þeirra sem komu að mótmælum fyrir utan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, vorið 2010. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir frásögn Steinunnar Valdísar í Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig þar um mótmælin sem boðað var til vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 og 2007. Sagði Steinunn Valdís einnig frá því að þjóðþekktir karlmenn hefðu hvatt aðra til að nauðga henni á meðan á mótmælum stóð. Björn bætir við að honum þyki að það sé verið að skrifa söguna upp á nýtt að einhverju leyti.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Valli„Það gleymist aðeins í umræðunni að í fyrsta lagi sagði Steinunn Valdís af sér og baðst afsökunar. Í kjölfarið voru settar reglur sem útiloka að svona hlutir geti gerst,“ segir Björn og á við styrkveitingarnar. Hann sé ekki viss um að þetta hefði gerst ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir. „Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn. Það sé eitthvað sem hafi komið honum á óvart og hafi aldrei verið tilgangurinn. „Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við Steinunni Valdísi eða fólk sem hefur verið að tjá sig fyrir hennar hönd. Ég er ekkert á leiðinni þangað,“ segir Björn sem lítur ekki svo á að gerð hafi verið mistök með umræddum mótmælum.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem einnig kom að mótmælunum, er á öndverðum meiði. „Ég held það sé mikilvægt að menn dragi lærdóm af þessu rétt eins og ég vona að við höfum lært af hruninu. Til að mynda eru styrkir til fólks í stjórnmálum núna uppi á borðinu sem var auðvitað síður á þessum tíma.“ Sveinn segir að það að mótmæla fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar hafi verið röng leið. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“ Mótmælt var fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna á sama tíma, þó ekki jafnharkalega og í tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir Sveinn að þau mótmæli hafi einnig verið röng.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einn þeirra sem fengu mótmælendur upp að dyrum. „Það var náttúrulega langmest álagið á fjölskylduna. Sérstaklega börnin,“ segir Guðlaugur. „Þess ber þó að geta að þetta var ekki í neinu samræmi við það sem Steinunn Valdís lenti í. Það var svo miklu, miklu meira hjá henni,“ segir Guðlaugur aukinheldur. Einnig var mótmælt fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig um málið. Sjálf segist Steinunn Valdís hafa fengið hundruð skilaboða og símtala eftir frásögn sína. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem henni hafi verið sýndur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34 Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00
20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49
Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24
Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00