Lúxus borgin Reykjavík Sævar Þór Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun