Lúxus borgin Reykjavík Sævar Þór Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun