Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody.
Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær.
Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin.
Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári.