John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2017 10:58 John Oliver og Dustin Hoffman tókust á. Vísir/Getty Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásaknir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn tveimur konum. Oliver mætti á sérstaka hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Wag the Dog þar sem hann spurði Hoffman spjörunum úr. Sýningin var haldin í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að kvikmyndin kom út en Hoffman lék eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Áður en myndin var sýnd sátu Hoffman og aðrir aðstandendur myndarinnar, þar á meðal Robert de Niro, fyrir svörum sýningargesta. Meðal þeirra var John Oliver, en ítarlega er fjallað um orðaskipti þeirra á vef Deadline. Eftir að leikararnir og aðrir aðstandendur höfðu svarað spurningum um myndina í um tuttugu mínútur greip John Oliver orðið og spurði þá sem sátu í pallborði hvað þeir hefðu að segja um allar þær ásakanir sem settar hafa verið fram gagnvart valdamiklum mönnum í Hollywood um kynferðislega áreitni. Hoffman er einn þeirra en hann hefur verið sakaður um sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985, sem og kynferðislega áreitni gegn framleiðenda á vinnufundi árið 1991 Ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningum Oliver Þegar röðin kom að Hoffman spurði Oliver nánar út í þá yfirlýsingu sem Hoffman gaf út vegna ásökunarinnar, þar sem hann sagði að sú hegðun sem hann hafi verið sakaður um endurspeglaði ekki hans innri mann. Spurði Oliver hvort að Hoffman þætti nægjanlegt að gefa út eina yfirlýsingu vegna málsins. „Til að byrja með, þá gerðist þetta ekki eins og hún segir að þetta hafi gerst,“ sagði Hoffman sem sagði að yfirlýsing sín vegna málsins hafi verið mistúlkuð. Oliver tók þá orðið af Hoffman og gagnrýndi sérstaklega þann hluta yfirlýsingarinnar þar sem Hoffman sagði að hegðunin endurspeglaði ekki hans innri mann. „Það er þessi hluti viðbragða þinna sem fer í taugarnar á mér. Þetta endurspeglar þinn innri mann og þú hefur ekki sett neitt fram sem sýnir fram á á að þetta hafi ekki gerst,“ sagði Oliver. Hoffman skaut þá strax til baka og sagði að Oliver hefði ekki verið á staðnum. „Sem betur fer,“ sagði Oliver þá og tók salurinn andköf en hiti virtist hafa færst í orðaskipti á milli Hoffman og Oliver. Hoffman virtist ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningu Oliver. Þáttastjórnandinn virtist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því og sagði að hann hefði látið skipuleggjendur vita að hann hyggðist mæta til þess að spyrja þessara spurninga. „Þú ert að stilla mér upp til sýnis,“ sagði Hoffman um spurningar Oliver og virtist hann vera bálreiður án þess þó að hækka málróminn. Sagði hann að Oliver væri að rétta yfir honum án dóms og laga. „Það er ekki sakleysi uns sekt er sönnuð.“ Reyndi Hoffman að setja ásakanirnar í samhengi við tíðarandann á níunda áratugnum þar sem á tökustöðum hafi oft á tíðum ríkt mikil kynferðisleg spenna, án þess að neitt illt væri meint með því. „Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu svari,“ sagði Oliver þá. „Hvernig svar viltu fá?,“ svaraði Hoffman um hæl sem virtist reiðast enn frekar þegar Oliver fór að vitna í ásakanir konunar á hendur Hoffman. „Trúir þú þessu sem þú ert að lesa,“ sagði Hoffman en Oliver sagðist ekki hafa nein ástæðu til þess að gruna hana um græsku. Tootsie er ein af frægustu hlutverkum Dustin HoffmanVísir/Getty Þrúgandi andrúmsloft Andrúmsloftið í salnum var þrúgandi og þeir sem voru upp á sviði með Hoffman veigruðu sér flestir við taka þátt í umræðunum. Sumir gestir yfirgáfu salinn á meðan aðrir hvöttu Oliver áfram. Þegar Jane Rosenthal, framleiðandi myndarinnar, blandaði sér í umræðurnar virtust öldurnar lægjast. Allt fór þá á stað skömmmu síðar þegar Hoffman kom aftur inn á sömu umræðu. „Þessi ummæli eru núna orðinn að sannleika,“ sagði Hoffman bálreiður. „Og þegar maður reynir að verjast, þá er maður sjálfkrafa sekur.“ Þá lokaði Hoffman umræðunni með því að lýsa því hvernig hafi verið að leika í kvikmyndinni Tootsie, þar sem Hoffman er í gervi konu. Þar segist hann þurft að vera löngum tímum í karakter, í búningnum og þar hafi hann orðið fyrir kvenhatri. „Hvernig gat ég gert þá mynd ef ég bæri ekki óendanlega virðingu fyrir konum,“ sagði Hoffman. Byggt á umfjöllun Deadline um orðaskakið á milli Hoffman og Oliver MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásaknir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn tveimur konum. Oliver mætti á sérstaka hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Wag the Dog þar sem hann spurði Hoffman spjörunum úr. Sýningin var haldin í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að kvikmyndin kom út en Hoffman lék eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Áður en myndin var sýnd sátu Hoffman og aðrir aðstandendur myndarinnar, þar á meðal Robert de Niro, fyrir svörum sýningargesta. Meðal þeirra var John Oliver, en ítarlega er fjallað um orðaskipti þeirra á vef Deadline. Eftir að leikararnir og aðrir aðstandendur höfðu svarað spurningum um myndina í um tuttugu mínútur greip John Oliver orðið og spurði þá sem sátu í pallborði hvað þeir hefðu að segja um allar þær ásakanir sem settar hafa verið fram gagnvart valdamiklum mönnum í Hollywood um kynferðislega áreitni. Hoffman er einn þeirra en hann hefur verið sakaður um sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985, sem og kynferðislega áreitni gegn framleiðenda á vinnufundi árið 1991 Ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningum Oliver Þegar röðin kom að Hoffman spurði Oliver nánar út í þá yfirlýsingu sem Hoffman gaf út vegna ásökunarinnar, þar sem hann sagði að sú hegðun sem hann hafi verið sakaður um endurspeglaði ekki hans innri mann. Spurði Oliver hvort að Hoffman þætti nægjanlegt að gefa út eina yfirlýsingu vegna málsins. „Til að byrja með, þá gerðist þetta ekki eins og hún segir að þetta hafi gerst,“ sagði Hoffman sem sagði að yfirlýsing sín vegna málsins hafi verið mistúlkuð. Oliver tók þá orðið af Hoffman og gagnrýndi sérstaklega þann hluta yfirlýsingarinnar þar sem Hoffman sagði að hegðunin endurspeglaði ekki hans innri mann. „Það er þessi hluti viðbragða þinna sem fer í taugarnar á mér. Þetta endurspeglar þinn innri mann og þú hefur ekki sett neitt fram sem sýnir fram á á að þetta hafi ekki gerst,“ sagði Oliver. Hoffman skaut þá strax til baka og sagði að Oliver hefði ekki verið á staðnum. „Sem betur fer,“ sagði Oliver þá og tók salurinn andköf en hiti virtist hafa færst í orðaskipti á milli Hoffman og Oliver. Hoffman virtist ósáttur við að þurfa að sitja undir spurningu Oliver. Þáttastjórnandinn virtist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því og sagði að hann hefði látið skipuleggjendur vita að hann hyggðist mæta til þess að spyrja þessara spurninga. „Þú ert að stilla mér upp til sýnis,“ sagði Hoffman um spurningar Oliver og virtist hann vera bálreiður án þess þó að hækka málróminn. Sagði hann að Oliver væri að rétta yfir honum án dóms og laga. „Það er ekki sakleysi uns sekt er sönnuð.“ Reyndi Hoffman að setja ásakanirnar í samhengi við tíðarandann á níunda áratugnum þar sem á tökustöðum hafi oft á tíðum ríkt mikil kynferðisleg spenna, án þess að neitt illt væri meint með því. „Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu svari,“ sagði Oliver þá. „Hvernig svar viltu fá?,“ svaraði Hoffman um hæl sem virtist reiðast enn frekar þegar Oliver fór að vitna í ásakanir konunar á hendur Hoffman. „Trúir þú þessu sem þú ert að lesa,“ sagði Hoffman en Oliver sagðist ekki hafa nein ástæðu til þess að gruna hana um græsku. Tootsie er ein af frægustu hlutverkum Dustin HoffmanVísir/Getty Þrúgandi andrúmsloft Andrúmsloftið í salnum var þrúgandi og þeir sem voru upp á sviði með Hoffman veigruðu sér flestir við taka þátt í umræðunum. Sumir gestir yfirgáfu salinn á meðan aðrir hvöttu Oliver áfram. Þegar Jane Rosenthal, framleiðandi myndarinnar, blandaði sér í umræðurnar virtust öldurnar lægjast. Allt fór þá á stað skömmmu síðar þegar Hoffman kom aftur inn á sömu umræðu. „Þessi ummæli eru núna orðinn að sannleika,“ sagði Hoffman bálreiður. „Og þegar maður reynir að verjast, þá er maður sjálfkrafa sekur.“ Þá lokaði Hoffman umræðunni með því að lýsa því hvernig hafi verið að leika í kvikmyndinni Tootsie, þar sem Hoffman er í gervi konu. Þar segist hann þurft að vera löngum tímum í karakter, í búningnum og þar hafi hann orðið fyrir kvenhatri. „Hvernig gat ég gert þá mynd ef ég bæri ekki óendanlega virðingu fyrir konum,“ sagði Hoffman. Byggt á umfjöllun Deadline um orðaskakið á milli Hoffman og Oliver
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08