Þing kemur saman 10 dögum fyrir jól: „Það átta sig allir á því að tíminn er knappur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 16:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við undirritun stjórnasáttmálans í liðinni viku. vísir/eyþór Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52
Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent