„Enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum“ Guðný Hrönn skrifar 6. desember 2017 10:15 Óskari Steini Ómarssyni var nokkuð brugðið þegar hann hlustaði á texta lagsins Giftur leiknum af nýrri plötu Herra Hnetusmjörs. vísir/stefán Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“ Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“
Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira