Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 20:00 Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“ Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira