Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 20:00 Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira